Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

26. fundur 16. desember 2004 kl. 16:00 - 17:00

26. fundur stjórnar Grundartangahafnar var haldinn að Mótel Venus, fimmtud. 16. desember 2004 og hefst hann kl. 16:00.


Mættir voru:             Gunnar Sigurðsson,

                                Sigurður Sverrir Jónsson,

                                Guðni Tryggvason,

                                Ásbjörn Sigurgeirsson,

                                Sigurður Valgeirsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Guðmundur Eiríksson, verkefnisstjóri.

 

Fyrir tekið:

1. Drög að samkomulagi við Íslenska Járnblendifélagið hf. ásamt afriti af bréfi stjórnar til iðnaðar- og samgönguráðuneytis og svarbréf ráðuneytanna dags. 6. og 7. desember 2004.  Minnisblað Jóns Sveinssonar hl. dags. 16. desember 2004 varðandi samkomulag við Elkem og Íslenska Járnblendifélagið hf. um breytingar á hafnarsamningi aðila.

Hafnarstjórn samþykkir þá tillögu sem liggur fyrir varðandi samkomulag við Íslenska Járnblendifélagið hf. og felur hafnarstjóra að ganga frá undirritun samnings um málið.  Einnig er hafnarstjóra heimilað að ganga frá samningi við Norðurál hf. um tengingu vörugjalda við byggingavísitölu ef samkomulag næst í því máli fyrir áramót.

 

2. Bréf Klafa ehf. ódags. varðandi lækkun á gjaldskrá vegna hafnarverndar, sem gildi frá 1. desember 2004.

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna, en frá og með 1. janúar mun samræmd gjaldskrá Faxaflóahafna sf. taka gildi, m.a. varðandi hafnarvernd.

 

3. Uppgjör rekstrar og framkvæmda til nóvember 2004.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.  Lagt fram.

 

4. Samningur Grundartangahafnar við Skógræktarfélag Borgarfjarðar varðandi skógrækt í landi Klafastaða.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur formanni og hafnarstjóra að undirrita hann.

 

5.  Staða framkvæmda við stækkun Grundartangahafnar.

Guðmundur Eiríksson gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram minnisblað um stöðu framkvæmda.  Stálþil er væntanlegt 22. desember og fyrir liggja tilboð í niðurrekstur þess.

 

Fyrir liggja eftirfarandi tilboð í niðurrekstur stálþils:

 

Íslenskir aðalverktakar kr. 187.998.000
Guðmundur Einarsson ehf. kr. 177.521.200
Frávikstilboð GE ehf. kr. 145.795.200
Ísar ehf. kr. 179.313.000
Ístak hf. kr. 248.902.408
K.N.H. egh. kr. 194.860.663
Gáma og tækjaleiga Austurlands kr. 185.845.300
Sveinbjörn Sigurðsson egh. kr. 205.500.000

 

Fram kom reikniskekkja í tilboði Guðlaugs Einarssonar ehf. þannig að lægstbjóðandi er Ísar hf. og samþykkir stjórnin að gengið verði til viðræðna við þann aðila.

 

6. Ákvörðun um laun stjórnar vegna ársins 2004.

Stjórnin samþykkir að laun stjórnar verði óbreytt frá fyrra ári.

 

7. Erindi Klafa ehf. varðandi greiðslu vegna undirbúnings hafnarverndar.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

 

8. Erindi Björgunarfélags Akraness þar sem óskað er eftir styrk til félagsins.

Hafnarstjórn samþykkir að veita Björgunarfélagi Akraness styrk að fjárhæð kr. 600.000.

 

9. Afrit af bréfi Tryggva Bjarnasonar hdl., dags. 13. desember 2004, þar sem ítrekað er erindi vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Lagt fram.

 

10.  Skýrsla stjórnar vegna ársins 2004.

Lögð fram.

 

11. Önnur mál.

Formaður þakkaði stjórnarmönnum, hafnarstjóra og Guðmundi Eiríkssyni fyrir samstarfið þar sem þessi fundur er sá síðasti sem haldinn er í stjórn Grundartangahafnar.  Formaður afhenti stjórnarmönnum lítinn grip til minja um setu í stjórninni og færði hafnarstjóra mynd eftir Bjarna þór Bjarnason.  Hafnarstjóri færði stjórnarmönnum bestu þakkir fyrir þennan þennan virðingarvott og þakkaði þeim samstarfið á liðnum árum.

Hafnarstjóra falið að skrifa helstu viðskiptaaðilum hafnarinnar um þær breytingar sem munu eiga sér stað varðandi höfnina og þakka fyrir farsælt og gott samstarf á liðnum árum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00