Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

68. fundur 01. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:40 Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili

 

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Vistunarmál

Samþykkt vistun eins einstaklings, sjá trúnaðarbók.

2.  Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 5.september til 31.október 2016.

3.  Rekstraryfirlit Höfða 1.janúar til 30.september 2016

Lagt fram.

4.  Rammasamningur við Sjúkratryggingar Íslands

Stjórn Höfða samþykkir aðild Höfða að rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu hjúkrunarheimila sem gildir frá 1.1.2016 til 31.12.2018.

5.  Samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga frá 28.10.2016

Stjórn Höfða fagnar nýgerðu samkomulagi um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem rekin eru af eða á ábyrgð sveitarfélaga.  Stjórnin felur framkvæmdastjóra að gera samninga um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Höfða  við hlutaðeigandi lífeyrissjóði á grundvelli samkomulagsins.

6.  Fjárhagsáætlun 2017-2020

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 829,1 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 801 mkr. Afskriftir nema 25,3 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 17,3 mkr.  Tap af rekstri nemi 14,5 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 23,2 mkr., fjármögnunarhreyfingar nemi 16,6 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemi 6,6 mkr. og að handbært fé í árslok verði 151,5 mkr. Lögð fram ásamt greinargerð framkvæmdastjóra til fyrri umræðu.

7.  Kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði

Framkvæmdastjóri lagði fram nýja kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði. Stjórn Höfða samþykkir tillöguna.

8.  Önnur mál

a) Bréf árshátíðarnefndar dags. 6.9.2016.  Stjórnin staðfestir afgreiðslu milli funda um styrk að fjárhæð kr. 400.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 starfsmannafagnaðir“.

b) Beiðni um launalaust leyfi. Stjórnin getur ekki orðið við erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.40

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00