Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson, Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1. Starfsmannamál
Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri Höfða hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. ágúst 2019. Stjórn Höfða þakkar Hallveigu fyrir störf sín í þágu Höfða og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að undirbúa og hefja ráðningarferli á nýjum hjúkrunarforstjóra.
2. Bréf heilbrigðisráðuneytis dags. 3.7.2019 varðandi umsókn Höfða um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til Höfða vegna endurbóta á 2. hæð samtals að fjárhæð kr. 59.938.611.
Stjórn Höfða fagnar ákvörðun ráðherra um úthlutun til Höfða.
Stjórn Höfða samþykkir skipun 3ja manna framkvæmdanefndar vegna endurbótanna og verður hún þannig skipuð:
Formaður nefndarinnar skv. tilnefningu frá Akraneskaupstað
Björn Guðmundsson
Kristjana Helga Ólafsdóttir
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00