Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

101. fundur 18. september 2019 kl. 16:30 - 17:55 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu:  Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Starf hjúkrunarforstjóra

Geirlaug Jóhannsdóttir frá Hagvangi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Geirlaug fór yfir álitsgerð vegna mats á umsækjendum um stöðu hjúkrunarforstjóra.

2.  Bréf árshátíðarnefndar dags. 5. september 2019

Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða að fjárhæð 500.000 kr.  Fjárhæðin verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.

3.  Samningsumboð vegna þjónustusamnings um hjúkrunar- og dvalarrými

Erindi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um umboð Höfða til samningsgerðar. Stjórn Höfða samþykkir fyrirliggjandi umboð til SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga til gerðar samnings við ríkið um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum og felur framkvæmdastjóra undirritun þess.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00