Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

113. fundur 31. ágúst 2020 kl. 16:30 - 18:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Björn Guðmundsson
Starfsmenn
  • Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1.  Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 28.8.2020:
Hjúkrunarrými: 20 einstaklingar.
Dvalarrými: 13 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 25 einstaklingar.

2. Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 20. apríl til 30. ágúst 2020.

3.  Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. júní 2020
Lagt fram.

4.  Starfsmanna-, launa- og jafnlaunastefna Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagðar tillögur að starfsmanna-, launa- og jafnlaunastefnu fyrir heimilið.

5.  Erindi til Framkvæmdasjóðs aldraðra
Lagt fram.

6.  Samkomulag Akraneskaupstaðar og Höfða um bókhald Höfða
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að gera Akraneskaupstað gagntilboð í færslu bókhalds Höfða.

7.  Starfsemin á Höfða í Covid-19 faraldri
Hjúkrunarforstjóri fór yfir stöðuna á Höfða.
Stjórn Höfða þakkar góða yfirferð yfir stöðuna og vill jafnframt þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf á þessum tímum. Einnig eru íbúum og aðstandendum færðar þakkir fyrir þeirra þátt í nauðsynlegum aðgerðum sem hefur verið gripið til.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00