Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Kosning í stjórn
Lagt fram bréf frá Akraneskaupstað, dags. 16. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirtaldir hafa verið kjörnir í stjórn Höfða hjúkrunar- dvalarheimilis:
Aðalmenn: Einar Brandsson formaður, Björn Guðmundsson varaformaður og Elsa Lára Arnardóttir.
Varamenn: Ragnheiður Helgadóttir, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Liv Ása Skarstad.
Einnig lagt fram bréf frá Hvalfjarðarsveit, dags. 8. júní 2022, þar sem fram kemur að Helgi Pétur Ottesen hafi verið kjörin aðalmaður og Helga Harðardóttir varamaður í stjórn Höfða.
Nýr fulltrúi starfsmanna sem kjörin var á aðalfundi starfsmannafélags er Aldís Þorbjörnsdóttir.
2. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 21.6.2022:
Hjúkrunarrými: 27 einstaklingar.
Dvalarrými: 14 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 27 einstaklingar.
3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2022
Lagt fram.
4. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða. Verð pr. máltíð hækkar úr kr. 1.172 í kr. 1.246 eða um 6,3% sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs frá september 2021 til júní 2022. Hækkun tekur gildi frá og með 1. júlí 2022.
5. Framkvæmdanefnd Höfða
Stjórn Höfða samþykkir að fela núverandi framkvæmdanefnd að láta vinna kostnaðaráætlun sem undanfara umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra árið 2023 vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu í 2. áfanga Höfða og i framhaldi af því útboðsgögn.
Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að óska eftir endurnýjuðum heimildum frá eignaraðilum heimilisins varðandi heimild til að sækja um í Framkvæmdasjóð aldraðra og staðfestingu um að eignaraðilar muni fjármagna verkefnið á móti framlagi sjóðsins.
6. Tækjamál í eldhúsi
Málinu frestað.
7. Tölvupóstur árshátíðarnefndar Höfða dags. 31. maí 2022
Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða 2022 að fjárhæð kr. 600.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.
8. Starfsmannamál
• Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15