Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir einn einstakling, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 18.10.2023:
Hjúkrunarrými: 39 einstaklingar.
Dvalarrými: 7 einstaklingar (dvalarrými ekki lengur í rekstri á Höfða).
Hvíldarinnlagnir: 40 einstaklingar.
2. Fjárhagsáætlun 2024
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.654,4 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.574,4 mkr. Afskriftir nema 32,4 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 46,5 mkr. Aðrir liðir nema 94,7 mkr. Hagnaður af rekstri án annara liða nemi 1 mkr. en með öðrum liðum nemi tap 93,7 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 65,7 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi nettó 198 mkr. Hækkun á handbæru fé nemi 132,2 mkr. og að handbært fé í árslok verði 227,8 mkr.
Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
3. Fjárhagsáætlun 2025-2027
Lögð fram til fyrri umræðu.
4. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagðar tillögur framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá:
a) Verð á útseldu fæði frá Höfða vegna heimsendingar á matarbökkum, Dalbraut 4 (eldri borgarar) og til kostgangara. Verð pr. máltíð hækkar úr kr. 1.274 í kr. 1.443.
b) Gjald á útseldu fæði til starfsmanna Akraneskaupstaðar hækkar úr kr. 1.750 í kr. 1.982 pr.máltíð.
Hækkanir taka gildi frá og með 1. janúar 2024.
Jafnframt samþykkir stjórn Höfða breytingu á gjaldskrá vegna útleigu á Höfðasal:
Leiga um helgar og á rauðum dögum: var verður breyting
án eldhúsaðgangs og aðstoðarmanneskju 30.000 41.000 11.000
með eldhúsaðgangi og aðstoðarmanneskju 50.000 68.000 18.000
Leiga á virkum dögum:
án eldhúsaðgangs og aðstoðarmanneskju 20.000 27.000 7.000
með eldhúsaðgangi og aðstoðarmanneskju 40.000 55.000 15.000
Núverandi gjaldskrá hefur ekki tekið breytingum frá 1.1.2017.
Hækkanir taka gildi frá og með 1. janúar 2024.
Auk þess samþykkir stjórn framlagða tillögu um endurskoðun á leigusamningum vegna aðstöðu á Höfða.
5. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 4.9. og 18.9.23
Lagðar fram.
6. Önnur mál
Starfsmannamál
a) Beiðni um launalaust leyfi sjá trúnaðarbók
Stjórn Höfða samþykkir beiðnina.
b) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10