Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 24.10.2024:
Hjúkrunarrými: 62 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 46 einstaklingar.
2. Fjárhagsáætlun 2025
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.760,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.663,7 mkr. Afskriftir nema 32,8 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 45,9 mkr. Hagnaður af rekstri nemur 18,5 mkr. Handbært fé frá rekstri nemi 85,1 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi nettó 107,4 mkr. Hækkun á handbæru fé nemi 192,6 mkr. og að handbært fé í árslok verði 297,2 mkr.
Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
3. Fjárhagsáætlun 2026-2028
Lögð fram til fyrri umræðu.
4. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá:
a) Verð á útseldu fæði frá Höfða vegna heimsendingar á matarbökkum, Dalbraut 4 (eldri borgarar) og til kostgangara: Verð pr. máltíð hækkar úr kr. 1.443 í kr. 1.530 pr. máltíð.
b) Gjald á útseldu fæði til starfsmanna Akraneskaupstaðar hækkar úr kr. 1.982 í kr. 2.102 pr.máltíð.
Hækkanir taka gildi frá og með 1. janúar 2025.
5. Stækkun Höfða
Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 10.10.24 þar sem samþykkt er aðkoma sveitarfélagsins að fjármögnun hönnunarkostnaðar vegna stækkunar Höfða.
Stjórn Höfða samþykkir skipun 3ja manna undirbúningsnefndar að stækkun Höfða og verður hún þannig skipuð:
Formaður nefndarinnar skv. tilnefningu frá Akraneskaupstað
Björn Guðmundsson
Helgi Pétur Ottesen
6. Fundargerð Framkvæmdanefndar Höfða frá 21.10.24
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:39