Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 26.11.2024:
Hjúkrunarrými: 61 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 49 einstaklingar.
2. Fjárhagsáætlun 2025
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.760,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.663,7 mkr. Afskriftir nema 32,8 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 45,9 mkr. Hagnaður af rekstri nemur 18,5 mkr. Handbært fé frá rekstri nemi 85,1 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi nettó 107,4 mkr. Hækkun á handbæru fé nemi 192,6 mkr. og að handbært fé í árslok verði 297,2 mkr.
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
3. Fjárhagsáætlun 2026-2028
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
4. Velferðarlausnir
Stjórn samþykkir innleiðingaáætlun á velferðarlausnunum Iðunn og Lyfjavaki sem nær yfir tímabilið 2025-2027. Gert er ráð fyrir að kostnaður sem til fellur á árinu 2025 rúmist innan fjárhagsáætlunar 2025.
5. Erindi frá Velferðar- og mannréttindaráði varðandi akstursþjónustu
Stjórn Höfða samþykkir að taka þátt í sameiginlegu útboði á akstursþjónustu með Akraneskaupstað. Stjórn Höfða óskar eftir að akstur vegna Höfða verði tilgreindur sérstaklega svo stjórn geti tekið afstöðu til tilboðs óháð öðrum akstri í heildarútboði.
6. Tilnefning í undirbúningsnefnd um stækkun Höfða
Stjórn Höfða staðfestir tilnefningu Akraneskaupstaðar á Guðmundi Ingþóri Guðjónssyni í nefndina. Guðmundur Ingþór verður jafnframt formaður nefndarinnar.
7. Fundargerðir Starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða frá 24.10. og 7.11.2024
Lagðar fram.
8. Önnur mál
a) Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir að verð á matarmiðum til starfsfólks taki sömu breytingum og verður á skattmati fæðis fyrir tekjuárið 2025.
Hækkanir taka gildi frá og með 1. janúar 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:19