Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Valdimar Þorvaldsson
Guðrún M. Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Garðar Halldórsson.
2) Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit frá 21.2. til 2.5.2014.
3) Höfðagrund 23, kauptilboð
Stjórn Höfða samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Höfðagrund 23, dagsett 23.4.2014 frá Þórnýju Elísdóttur. Stjórn Höfða veitir jafnframt Kjartani Kjartanssyni kt. 020766-3799 fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis að undirrita kaupsamning, afsal og önnur skjöl vegna sölu á Höfðagrund 23.
4) Bréf Aldísar Þorbjörnsdóttur, Kolbrúnar Katarínusardóttur og Vilborgar Kristinsdóttur.
Framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið samkvæmt ákvæðum um námsleyfi í kjarasamningi sjúkraliða.
5) Starfsmannafatnaður
Stjórn Höfða samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurnýjun á starfsmannafatnaði að fjárhæð 1,3 mkr. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar 2014.
6) Starfsmannahald
Mönnun í aðhlynningu. Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir málinu. Tillaga hennar til úrbóta samþykkt.
7) Vistrými
Stjórn Höfða samþykkir að fara þess á leit við Velferðarráðuneytið að 4 dvalarrýmum verði breytt í hjúkrunarrými. Jafnframt samþykkir stjórn Höfða að breyta einu hjúkrunarrými í hvíldar- og skammtímarými.
8) Önnur mál
Framkvæmdastjóri lagði fram tilboð frá ProActive í ráðgjöf, fræðslu og námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk Höfða.
Samþykkt að ganga að tilboði ProcActive og framkvæmdastjóra falið að sækja um styrki hjá viðkomandi stéttarfélögum.