Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Guðrún M.Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Valdimar Þorvaldsson varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt var vistun fyrir Jón Leósson, Einigrund 4 og Jóhönnu Sigurðardóttur,
Eyrarflöt 6.
2) Starfsmannahald
Á fundinn mætti Margrét Vífilsdóttir deildarstjóri öldrunardeildar sem gerði grein fyrir auknu álagi á starfsfólk .
Lagður fram listi með undirritun 34 starfsmanna þar sem gerð er grein fyrir auknu vinnuálagi á hjúkrunarganginum Leyni.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að gera tillögu til úrbóta.
3) Staða framkvæmda
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála við endurbætur á hjúkrunargangi.
4) Bréf Einars Jóns Ólafssonar f.h. Guðna Eyjólfssonar, dags. 23.febrúar
Formanni falin framgangur málsins.
5) Bréf Höfða til framkvæmdaráðs Akraneskausptaðar, dags. 8.febrúar varðandi ósk um malbikun götunnar Sólmundarhöfða
Lagt fram.
6) Svarbréf framkvæmdaráðs Akraneskaupstaðar, dags. 22.febrúar
Stjórn Höfða ítrekar nauðsyn þess að malbika götuna áður en framkvæmdir hefjast að nýju við fjölbýlishúsið Sólmundarhöfða 7.
7) Ályktun Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Áskorun á velferðar- og fjármálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir lausn þess vanda sem aðildarfélögin glíma nú við vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga sem ríkinu ber að greiða. Hvatt er til að aðildarfélögin skoði það alvarlega, hvert fyrir sig, að fara þá leið sem Hrafnista hefur nú kosið og stöðva greiðslur áfallinna lífeyrisskuldbindinga og vísa þeim þar með til ráðherra velferðar og fjármála.
Lagt fram
8) Starf framkvæmdastjóra
Helga Atladóttir vék af fundi.
Samþykkt að auglýsa starfið með umsóknarfresti til 20.mars. Starfið veitist til 5 ára.
9) Önnur mál
Framkvæmdastjóri greindi frá heimsókn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra s.l. þriðjudag og viðræðum hennar við stjórnendur Höfða.