Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson
Guðrún M.Jónsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Guðmund Þór Sigurbjörnsson, Suðurgötu 64
2) Tilboð í byggingu 9 hjúkrunarrýma
Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 7.júlí. Eftir að tilboðin hafa verið yfirfarin eru niðurstöðutölur þeirra þessar:
VHE ehf., Hafnarfirðir kr. 151.776.615
Sjammi ehf., Akranesi kr. 181.361.959
Eykt ehf., Reykjavík kr. 186.312.862
Sveinbjörn Sigurðsson hf., Reykjavík kr. 189.020.000
Kostnaðaráætlun hönnuðar kr. 204.000.000
Að auki bárust 2 frávikstilboð:
Eykt ehf. kr. 175.368.982
Sveinbjörn Sigurðsson hf. kr. 235.000.000
Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
3) Önnur mál
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir væntanlegum viðhaldsverkum.