Fara í efni  

Stýrihópur um Kalmansvelli 5

7. fundur 16. september 2022 kl. 09:00 - 10:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson fulltrúi meirihluta
  • Ragnar B. Sæmundsson fulltrúi minnihluta
  • Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Árni Jón Harðarson verkstjóri í Fjöliðju
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar-og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Fyrirliggjandi eru fyrstu drög að frumhönnun hússins frá arkitekt.
Á fundinn mættu arkitektarnir Sigurbjörn Kjartansson og Ulrike Diana Malsch frá Glámu Kím. Farið var yfir drög að frumhönnun húss.

Sýrihópur hafði óskað að arkitektar stilltu upp drögum að frumhönnun út frá samþykktum drögum að skipulagi húss og lóðar. Arkitekt hefur stillt upp öllum helstu rýmum og gefið nettó stærðir.

Umræða var um notkun rýmis á efri hæð, reyna á að hafa það rými sveigjanlegt svo það geti þjónað margvíslegum tilgangi og þróast með starfseminni. Búkolla telur að það rými sem þeim er úthlutað á 1. hæð hússins dugi ekki fyrir þá þjónustu sem þeir vilja bjóða upp á og snýr m.a. að sölu á stærri húsgögnum. Skoða á að koma fyrir djúpgámum á svæðinu

Stýrihópur óskar eftir því að arkitektar vinni áfram með frumhönnun hússins og ljúki vinnu við grunnmyndir og afstöðumynd húss. Teknir verða fundir með vinnuhóp eftir þörfum til að ljúka þeirri vinnu.



Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00