Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

12. fundur 14. mars 2003 kl. 12:30 - 14:00

12. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, föstudaginn 14. mars 2003 og hófst hann kl. 12:30.

_______________________________________________________________

Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður
 Katrín Rós Baldursdóttur.
 Sævar Haukdal, ritari
 Hallveig Skúladóttir.
 Eydís Líndal Finnbogadóttir. 
Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson.

______________________________________________________________
Fyrir tekið:

 

1. Vínveitingaleyfi Bíóhallarinnar.
Málið rætt og lagðar fram 2 tillögur að reglum um meðferð áfengis í mannvirkjum sem heyra undir tómstunda- og forvarnasvið frá eftirtöldum aðilum Sævari Haukdal og Eydísi Líndal Finnbogadóttur. Tillögurnar voru ræddar og ákveðið að fresta afgreiðslu þeirra í heild til næsta fundar.

Nefndin samþykkir að Bíóhöllin geti fengið svonefnd tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga af sérstöku tilefni, sé um það sótt.  Hjördís leggur fram eftifarandi bókun ?sem formaður Tómstunda- og forvarnanefndar sé ég mér ekki fært að samþykkja meðferð áfengis af neinu tagi í mannvirkjum sem heyra undir sviðið.?

 

2. Erindisbréf nefndar ? 2.umræða
Endurunnin drög erindisbréfs lagt fram og frestað til næsta fundar.

 

3. Stefnumótun nefndarinnar ? 1. umræða
Stefnumótunarskjal ? fyrstu drög lögð fram.

 

4. Styrktarsjóðir
Fyrstu drög lögð fram.

 

5. Önnur mál
Næsti fundur ákveðinn þann 8. apríl 2003

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00