Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

22. fundur 29. október 2003 kl. 17:00 - 19:00

22. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  miðvikudaginn 29. október 2003 og hófst hann kl. 17.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Hallveig Skúladóttir
 Eydís Líndal 
 Sævar Haukdal (fundarritari)

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðsjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

2. Erindi vegna breytinga á Vinnuskóla Akraness
Erindi æskulýðsdeildar var lagt fram og umræðu frestað til næsta fundar.

 

3. Erindi vegna breytinga á launaskipulagi Bíóhallar
Umræða fór fram um hugmyndir að launaskipulagi Bíóhallarinnar, erindinu frestað þar til síðar samkvæmt þeirri umræðu sem fram fór.

 

4. Erindi frá sviðsstjóra vegna aðgangs mfl. íþróttafélaga að sundlaug að Jaðarsbökkum
Erindið er samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru.  Sviðstjóra falið að útbúa reglur og kynna starfsfólki og íþróttafélögum þær.

 

5. Erindi vegna sjómannadagshátíðarhalda
Nefndin leggur til við bæjarráð að erindi Eríks Jónssonar og Más Vilbergssonar varðandi aðkomu bæjaryfirvalda að skipulagningu sjómannadagsins verði hafnað og í framtíðinni muni bæjaryfirvöld ekki taka að sér  hátíðarhöld einstakra stéttarfélaga.  Nefndin telur að skoða eigi hátíðarhöld sumarsins í víðara samhengi.

 

6. Afreksmannastyrkir ? tillaga að reglugerð (3. umræða)
Tillaga rædd en vísað til næstu umræðu.

 

7. Staða umsókna styrkja kynnt (styrkir vegna barna og unglingastarfs)
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála og helstu fyrirspurnir varðandi styrkina.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

 

Næsti fundur nefndarinnar verður miðvikudaginn 12. nóvember kl 17.00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00