Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
24. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, miðvikudaginn 26. nóvember 2003 og hófst hann kl. 20.00.
Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður
Hallveig Skúladóttir
Eydís Líndal
Sævar Haukdal (fundarritari)
Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson
Sviðsstjóri tómstunda-
og forvarnarsviðs: Aðalsteinn Hjartarson
Dagskrá fundar:
1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðsjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.
2. Styrkir vegna barna og unglingastarfs á Akranesi
Umsóknir kynntar. Umsókn Skólahljómsveitar vísað frá með vísun til reglugerðar en aðrar umsóknir samþykktar. Sviðsstjóra falið að reikna út lokatölur, tilkynna þær félögum og boða félögin til afhendingahátíðar þann 17. desember í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.
3. Styrkumsókn knattspyrnufélags ÍA - kvennanefndar
Styrkumsókn vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Bent er á mikilvægi kvennaíþrótta og þá sérstaklega er bent á mikið brottfall unglingsstúlkna úr íþróttum sem væri hægt að minnka ef meistaraflokkur kvenna kemst á laggirnar á Akranesi. Jafnframt hvetjum við Knattspyrnufélag ÍA til þess að styðja við bakið á áframhaldandi uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Akranesi.
4. Fyrirmyndafélag ÍSÍ
JÞÞ kynnti verkefnið ?Fyrirmyndarfélag ÍSÍ? nánar.
5. Bréf Jóhönnu Leópoldsdóttur varðandi íþróttaúrræð ?ekki fullhraustra?
Sviðsstjóra falið að hafa samband við Heilsugæsluna á Akranesi og Íþróttabandalagið og koma með tillögur fyrir íþróttaúrræði fyrir ekki fullhrausta.
6. Tillaga ÍSÍ á íþróttaiðkun án endurgjalds
Tillaga ÍSÍ varðandi íþróttaiðkun án endurgjalds lögð fram og rædd ítarlega. Nefndin tekur undir tillögu ÍSÍ um íþróttaiðkun án endurgjalds. Nefndin er þegar að vinna að hugmyndum um ?Heilsdagsskóla? þar sem íþrótta og tómstundarstarf án endurgjalds verður hluti af skóladegi yngstu barnanna.
7. Tómstundabandalag á Akranesi
Hugmyndir ræddar.
8. Ráðningasamningur Harðar Kára Jóhannessonar
Nefndin leggur til að HKJ verði ráðinn áfram í núverandi stöðu til frambúðar.
9. Þema í forvarnarmálum
Tillaga Eydísar Lögð fram og vísað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30
Næsti fundur nefndarinnar verður 10. desember kl 20.00