Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

31. fundur 28. apríl 2004 kl. 20:00 - 22:00

31. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 28. apríl 2004 og hófst hann kl. 20.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður  
 Sævar Haukdal (fundarritari)
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Eydís Líndal Finnbogadóttir

Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:


1. Upplýsingar sviðsstjóra.
 Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.


2. Bréf bæjarráðs vegna skipulags Vinnuskóla.
Bréfið lagt fram.


3. Bréf bæjarráðs vegna skipan starfshóps til undirbúnings írskra daga.
Bréfið lagt fram.


4. Bréf bæjarráðs vegna dags umhverfisins.
Bréfið lagt fram.


5. Bréf bæjarráðs vegna ráðninga í Vinnuskóla.
Bréfið lagt fram.


6. Bréf bæjarráðs vegna launa í Vinnuskólanum sumarið 2004.
Bréfið lagt fram.


7. Fyrirspurn hestamannafélagsins Dreyra vegna dómgæslu á sýningu þann 1. maí .
Hestamannafélagið Dreyri fór þess á leit við nefndina að aðstoða við hestasýningu 1. maí.  Hlutverk nefndarinnar væri að sjá um að dæma hesta með augum viðvaninga.  Nefndin tilnefnir Aðalstein, Hildi Karen, Eydísi og Sævar í þessa dómnefnd.


8. Umsókn UKÍA um styrk vegna utanlandsferðar 3. flokks drengja.
Gögn ekki fullnægjandi, máli vísað til næsta fundar.


9. Umsókn UKÍA um styrk vegna utanlandsferðar meistara- og 2. fl. karla.
Gögn ekki fullnægjandi, máli vísað til næsta fundar.


10. Umsókn SA um styrk vegna utanlandsferðar 14 ? 21 árs keppnisfólks.
Nefndin leggur til við bæjarráð Akraneskaupstaðar að veita Sundfélagi Akraness styrk, samkvæmt reglugerð þar að lútandi, að upphæð 65.800 kr.  (2 x 32.900 kr.) vegna fargjalda tveggja fararstjóra í ferð félagsins með 14 ? 21 ára keppnisfólk til Calella á Spáni dagana 20. maí ? 3. júní 2004.


11. Umsókn SA um styrk vegna utanlandsferðar 11 ? 13 ára keppnisfólks.

Nefndin leggur til við bæjarráð Akraneskaupstaðar að veita Sundfélagi Akraness styrk, samkvæmt reglugerð þar að lútandi, að upphæð 54.000 kr.  (2 x 27.000 kr.) vegna fargjalda tveggja fararstjóra í ferð félagsins með 11 ? 13 ára keppnisfólk til Esbjerg í Danmörku dagana 20. maí ? 25. maí 2004.
 
12. Hátíðarhöld 2004, staða mála -17. júní hátíðarhöldin.
Auglýst var eftir framkvæmdaaðilum í Póstinum, Skessuhorni og á vef Akraneskaupstaðar og ekki hafa komið fram viðbrögð við þeim auglýsingum.  Nefndin felur sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs að sjá um skipulagningu og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna 2004.


13. Hátíðarhöld 2004, staða mála ? Jónsmessuhátíð 2004.
Undirbúningur dagsins í fullum gangi.  Dagskrá verður með sama sniði og á síðasta ári.


14. Hátíðarhöld 2004, staða mála ? Göngum til heilbrigðis.
Fyrsta gönguferð sumarsins fór fram þann 24. apríl, daginn fyrir dag umhverfisins.  12 manns tóku þátt.


15. Hátíðarhöld 2004, staða mála ? Írskir dagar.
 Fundargerðir 4, 5 & 6 lagðar fram til umræðu.


16. Niðurstöður tóbakssölukönnunar dags. 13. apríl 2004.
Niðurstöður könnunarinnar kynntar og ræddar.


17. Erindi rekstrarstjóra íþróttamannvirkja vegna vinnutíma starfsfólks að morgni ? lenging undirbúningstíma að morgni.

Erindið samþykkt og vísað til bæjarráðs til staðfestingar.


18. Erindi sundfélags Akraness vegna vinnuframlags afrekssundfólks í Vinnuskóla.
Málinu vísað til næsta fundar.


19. Bréf ÍSÍ vegna stofnun göngu- og skokkhópa.
Málinu vísað til næsta fundar.


20. Bréf ÍSÍ vegna þátttöku í verkefninu ?Hjólað í vinnuna?.
Málinu vísað til næsta fundar.


21. Reglugerð um afslætti til hópa og félagasamtök (í sund).
Málinu frestað til næsta fundar.


22. Önnur mál.
Nefndin óskar framkvæmdastjórnar Öldungamóts BLÍ til hamingju með frábæra framkvæmd mótsins sem fram fór um síðustu helgi.  Mótið setti mikinn og góðan svip á bæjarlífið á meðan á því stóð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00