Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

37. fundur 19. október 2004 kl. 19:30 - 21:00

37. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 19. október 2004 og hófst hann kl. 19.30.


 Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður                                               

              Katrín Rós Baldursdóttir

              Sævar Haukdal, ritari

              Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                                                          

Íþróttabandalag Akraness:  Jón Þór Þórðarson

 

Sviðsstjóri tómstunda-      

 og forvarnarsviðs:            Aðalsteinn Hjartarson


 Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.

Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.

 

2. Umsókn Önnu M. Tómasdóttir um styrk vegna utanlandsferðar með hóp stúlkna til Slóvakía.

Tómstunda- og forvarnarnefnd hafnar styrkveitingu með vísun til reglugerðar.

 

3. Umsókn Ten Sing á Akranesi um styrk vegna utanlandsferðar með hóp unglinga undir 17 ára til Sviss.

Tómstunda- og forvarnarnefnd hafnar styrkveitingu með vísun til reglugerðar.

 

4. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar.

Tómstunda- og forvarnarnefnd styður gerð fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar.  Nefndin vinnur tillögur á næsta fundi.

 

5. Nýjar áherslur/nýting fjármagns æskulýðsdeildar ? 3. umræða.

Málefnið rætt og vísað til næsta fundar.

 

6. Uppsagnir sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs og tómstundafulltrúa Arnardals.

Aðalsteinn gerði hann grein fyrir uppsögn sinni og Önnu Margrétar Tómasdóttur sem nefndarmenn harma mjög en þakkar þeim fyrir vel unnin störf og óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangi.

 

7. Breytingar á reglugerðum um styrki.

Málefnið rætt og breytingartillögur sviðstjóra og fulltrúa ÍA varðandi viðmiðunarreglur fyrir úthlutun styrkja vegna barna- og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi samþykktar.  Tillaga Hildar Karenar við sömu reglugerð þess efnis að lækka beri aldur styrkþega niður í 4 ára aldur vísað til afgreiðslu næsta fundar.

Umræður um viðmiðunarreglur um styrki til utanlandsferða fóru fram en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

8 Önnur mál.

Sviðstjóri gerði grein fyrir óánægju Hestamannafélagsins Dreyra með það að hafa ekki fengið úthlutað styrk við síðustu úthlutun.  Nefndarmenn harma að félagið hafi ekki sent inn tiltekin gögn eða sótt um styrk.  Styrkveitingar voru eingöngu til þeirra sem skiluðu inn umsóknum og fylgiskjölum samkvæmt reglugerð.  Nefndin getur því ekki orðið við erindi félagsins um úthlutun styrks.  Nefndarmenn skora á öll íþrótta- og tómstundarfélög bæjarins að huga í tíma að umsóknum í framtíðinni.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

 

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 26. október 19:45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00