Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
52. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness haldinn í fundarherbergi, Stillholti 16 -18 , fimmtudaginn 17. nóvember 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: Hjördís Hjartardóttir, formaður
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Sævar Haukdal
Þorsteinn Benónýsson
Eydís Líndal Finnbogadóttir
Áheyrnarfulltrúar: Jón Þór Þórðarson frá ÍA
Einnig sat Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs, fundinn og ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Ný æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir.
Tómstunda- og forvarnarnefnd byrjaði fundinn í kjallara Íþróttahússins við Vesturgötu þar sem tekin var í notkun æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir. Aðstaðan er vel útbúin með söngkerfi, trommusetti og gítarmögnurum. Hljómsveitir geta bókað einn til tvo æfingartíma í viku gegn vægu gjaldi. Tómstunda- og forvarnarnefnd vill þakka Lionsklúbbnum Eðnu, Arnardal og Tónlistarskólanum fyrir stuðning við verkefnið.
Samþykkt að efna til samkeppni um nafn á aðstöðunni og að nefndin veiti kr. 10.000.- í verðlaun fyrir besta nafnið. Nefndin óskar eftir því við unglingaráðið að það taki að sér að velja úr þeim tillögum sem inn koma. Æskulýðsfulltrúi mun auglýsa samkeppnina.
2. Áfram var fjallað um hvernig eigi að útfæra systkinaafslátt í reglum um styrki til félaga. Búið er að leggja mat á hve mikið fjármagn þarf til að veita 50% systkinaafslátt eða tæplega 5 milljónir.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
3. Samráðsfundur 24. nóvember.
Framkvæmdanefnd um forvarnir boðar til fundar þar sem fjallað verður um stöðu í neyslumálum unglinga.
4. Önnur mál.
-
Sviðsstjóri kynnti úthlutun styrkja til tómstunda- og íþróttafélaga
-
Lögð fram fyrsta fundargerð unglingaráðsins frá 15.11.05
Fleira ekki gert ? fundi slitið kl.19:40