Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

80. fundur 11. september 2007 kl. 20:00 - 22:00

80. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. september 2007 og hófst hann kl. 20:00.

 


 

Mætt á fundi:   Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                      Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

                       Sæmundur T. Halldórsson

                       Bjarki Þór Aðalsteinsson,

                       Silvía Llorens Izaguirre,

                       Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.   Verkefnalisti tómstunda- og forvarnarnefndar veturinn 2007 ? 2008. Rætt um verkefni nefndarinnar og þeim forgangsraðað.

 

2.  Bæjarstjórnarfundur unga fólksins. Farið yfir fundargerð frá 12. desember 2006. Rætt um tillögurnar sem fram komu á fundinum. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því með bæjarráð að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 30. október n.k.

 

3.    Skipan starfshóps vegna stefnumótunar í æskulýðsmálum. Tómstunda- og forvarnarnefnd skipar Sæmund T. Halldórsson, Bjarka Þór Aðalsteinsson og Silvíu L. Izaguirre í starfshópinn. Heiðrún kallar hópinn saman til fyrsta fundar.

 

4.   Önnur mál. 

·         Helga upplýsti að bæjarráð hefði samþykkt erindi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands um að launakostnaður verkefnisstjóra í æskulýðs- og forvarnarmálum yrði alfarið verkefni Akraneskaupstaðar.

 

·         Heiðrún gerði grein fyrir niðurstöðum Rannsókna og greiningar á tóbaks-, áfengis- og hassnotkun 10. bekkinga á Akranesi sl. vor. Hún ræddi einnig um gerð bæklings sem sendur yrði til foreldra á unglingastigi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00