Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

87. fundur 10. mars 2008 kl. 17:00 - 18:10

87. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn að Þjóðbraut 13, mánudaginn  10. mars 2008 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________

 

Mætt á fundi:           Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                                 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

                                 Bjarki Þór Aðalsteinsson, 

                                 Halldór Jónsson,

                                 Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Hörður Jóhannesson rekstrarstjóri fundinn ásamt Lúðvík Gunnarssyni verkefnisstjóra sem ritaði fundargerð.

 

1.   Bréf framkvæmdastjórnar ÍA. Í bréfinu er óskað eftir endurnýjun samnings milli Akraneskaupstaðar og ÍA er lýtur að leigu og rekstri heilsuræktarstöðvar að Jaðarsbökkum. Fram kemur  einnig í bréfinu að ÍA greiðir 33% af allri innkomu sem leigu til Akraneskaupstaðar alls 4,1 milljón árið 2007 og heimsóknir voru 35.000 í tækjasalinn. Samningurinn rennur út 31. ágúst 2008.

Í ljósi þess að nú er starfandi undirbúningsteymi vegna byggingar milli Akraneshallar og Jaðarsbakka, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir tækjasal, leggur nefndin til að áðurnefndur samningur milli Akraneskaupstaðar og ÍA verði endurnýjaður til tveggja ára.

 

2.   Styrkir vegna barna- og unglingastarfs.

Nefndin hefur fyrr á fundum sínum  fjallað um gildandi reglur og telur að eðlilegt sé að einfalda umsóknarferlið þannig að félög þurfi ekki að sækja um framlög nema einu sinni á ári í stað tvisvar eins og ákvæði í núgildandi reglum fela í sér.

 

3.   Önnur mál.    

Rætt um gerð sleða- og snjóþotuhóla.

Nefndin beinir því til skilpulagsnefndar að hugað verði að gerðs slíkra hóla innan bæjarlandsins og í því sambandi verði fyrst horft til hækkunar þeirra hóla sem fyrir eru á skólalóðum bæjarins. Einnig bendir nefndin á svæði milli Víðigrundar og Leynisbrautar, Merkurtún og svæði í nágrenni Garðalundar. Nýta má efni sem tilfellur við gerð húsgrunna til hólagerðarinnar.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00