Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

88. fundur 13. maí 2008 kl. 17:00 - 18:50

 88. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn í Þorpinu, Þjóðbraut 13, þriðjudaginn  13. maí 2008 og hófst hann kl. 17:00.


 Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

                                Jónína Margrét Sigmundsdóttir                  

                                Bjarki Þór Aðalsteinsson, 

                                Halldór Jónsson,

                                Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri, fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra sem ritaði fundargerð.


 1.  Könnun Lýðheilsustofnunar o.fl. Lýðheilsustofunun í samvinnu við Háskólann á Akureyri hefur sent Akraneskaupstað samantekt mælinga á vímuefnaneyslu 10. bekkinga frá 1995 ? 2007 en mælingar fara fram á fjögurra ára fresti. Í samantektinni kemur fram að dregið hefur úr  neyslu áfengis og tóbaks og svo er einnig meðal 10. bekkinga á Akranesi. Hlutfall 10. bekkinga á Akranesi sem reykja eða drekka er alla jafna lægra en landsmeðaltal.  Niðurstöðurnar má sjá í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar http://www.akranes.is/thjonusta/fjolskyldan/skolar/utgefid-efni/

2.  Styrkir vegna barna- og unglingastarfs. Umsóknir komu frá 14 félögum en kr. 8.500.000 voru til úthlutunar. Nefndin samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti.

3.  Erindi frá bæjarráði. Annars vegar er um að ræða ósk um umsögn tómstunda- og forvarnarnefndar varðandi svæði fyrir ?Litbolta?. Nefndin vill fá umsækjendur á  fund og er sviðsstjóra falið að boða bréfritara á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri. Hins vegar er um að ræða ósk SAMAN hópsins um fjárstyrk frá Akraneskaupstað. Tómstunda- og forvarnarnefnd mælir með því að Akraneskaupstaður styrki SAMAN hópinn um kr. 40.000.-

4.  Bréf frá rekstrarstjóra íþróttamannvirkja þar sem óskað er eftir að fá að loka íþróttamannvirkjum vegna námskeiðahalds 28. maí frá kl. 8:30 ? 16:30. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en telur jákvætt ef hægt er að hafa opið í hádeginu í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.

5.  Sumarið 2008 ? útgáfa. Áætlað er að bæklingurinn komi út í vikunni.

6.  Sumarstarf í Þorpinu. Heiðrún sagði frá því að vilji er til að hafa opið eitt kvöld í viku í sumar í júní og júlí fyrir unglinga og ungmenni. Ekki hefur verið um sumarstarf að ræða undanfarin ár. Ósk um sumaropnum hefur margsinnis komið fram á bæjarstjórnarfundum unga fólksins og mun reynsla sumarsins leiða  ljós hvert framhaldið verður. Heiðrún gerði einnig að umtalsefni reynsluna af starfi Þorpsins og að hverju þurfi að huga í rekstrinum á næstunni.

7.  Önnur mál.    Heiðrún óskaði eftir ráðgjöf varðandi útleigu á aðstöðunni í Þorpinu. Nefndin gerir það að tillögu sinni að gjaldskrárnefnd fjalli um málið. Nefndin óskar eftir að vera með í ráðum varðandi skipulag og framkvæmd Írskra daga.

Fjallað um unglinga sem æfa með afrekshópum í íþróttum, félagsmálum og listum. Nefndin er einhuga um að þeir einstaklingar skuli fá svigrúm til að sinna æfingum og viðburðum innan síns vinnutíma í vinnuskóla. Umsóknum um slíka ívilnun skal skila til sviðsstjóra.

Nefndin vill lýsa yfir ánægju sinni með nafnið Þorpið og væntir mikils af starfseminni.

Næsti fundur verður 3. júní n.k.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00