Umhverfisnefnd (2000-2008)
11. fundur í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 10. janúar 2007 og hófst hann kl. 19:00.
Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir formaður,
Guðmundur Valsson
Haraldur Helgason
Sigurður Mikael Jónsson
Snjólfur Eiríksson
Fundargerð ritaði: Sigurður Mikael Jónsson
Fyrir tekið:
1. Móttökur bæjarbúa á grenndarstöðvum og flokkunartunnum.
Gert var grein fyrir og rætt jákvæð viðbrögð bæjarbúa við flokkunartunnum og góðri nýtingu á grenndarstöðvum þann tíma sem þær hafa verið starfræktar. Umhverfisnefnd vonar að áframhald verði á notkun þeirra og fleiri tileinki sér jákvæð gildi slíkrar flokkunar.
2. Umgengni og hreinsun í bænum.
Nefndarmenn voru sammála um að ánægja væri með umgengni og hreinsun sem átt hefur séð stað á götum bæjarins undanfarið, og væntum þess að reglubundið framhald verði á.
3. Önnur mál.
Rætt var um áramótabrennu að Krossi. Umhverfisnefnd fagnar slíku framtaki sem áramótabrennur eru, en væntir þess að aðstandendur virði reglur um innihald slíkra brenna sem og líftíma.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:40