Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Uppsögn á starfi
1411198
Guðfinna Rósantsdóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. desember 2014. Hún óskar eftir að láta af störfum um mánaðarmótin jan-febrúar 2015.
Lagt fram.
2.Heimaþjónusta og félagssstarf aldraðra - breyting á skipulagi
1411205
Laufey Jónsdóttir kynnti fyrirhugaðar breytingar á félagsstarfi aldraðra og að skrifstofuaðstaða sem félagsleg heimaþjónusta hefur haft í Landsbankahúsinu verði flutt í aðstöðu félagsstarfs aldraðra við Kirkjubraut í upphafi árs 2015.
Málin rædd. Gert er ráð fyrir að endurmat á nýju skipulagi fari fram að vori.
3.Viðhorfskönnun meðal íbúa á Akranesi á aldrinum 67 til 80 ára til félags- og tómstundaþátttöku.
1410155
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9. september sl. að fela forstöðumanni í félagsstarfi aldraðra að gera viðhorfskönnun meðal eldri borgara. Ákveðið var að gera könnun meðal þeirra sem eru á aldrinum 67 ára til 80 ára. Fram hefur komið gagnrýni frá þeim sem komnir eru yfir áttrætt að ekki sé leitað eftir þeirra viðhorfum.
Velferðar- og mannréttindaráð telur að ljúka beri könnuninni eins og upphaflega var lagt upp með en að leitað verði eftir viðhorfum stærri hóps næast þegar gerð verði sambærileg könnuni.
4.Þrif í heimahúsum - tilboð
1408033
Akraneskaupstaður- félagsleg heimaþjónusta hefur á undanförnum árum verið með samning við hreingerningarfyrirtæki og nú er samningur við Húsfélagsþjónustuna sf. að renna út um áramót. Verkefnisstjóri félagslegrar heimaþjónustu gerir tillögu um að samningurinn verði framlengdur til 1. nóvember 2015.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra.
5.Vesturgata 102 - breytingar
1411152
Teymi um málefni fatlaðra hefur fjallað um ýmsar forsendur varðandi fyrirhugað búsetuúrræði á Vesturgötu 102 og voru þær forsendur kynntar Velferðar- og mannréttindaráði.
6.Búsetuþjónusta Holtsflöt - akstur íbúa
1411097
Málið var kynnt á fundi ráðsins 19. nóvember en afgreiðslu frestað. Erindið fjallar um að þeir íbúar á Holtsflöt sem fá akstursþjónustu sem felst í ferðum vegna tómstunda utan Akraness og akstur sem ekki er hefðbundinn akstur frá einum stað til annars taki þátt í kosnaði sem til fellur.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að greiðsla vegna tómstundaaksturs nemi 80% af aksturskostnaði sem gefinn er út af fjármálaráðuneyti á hverjum tíma einnig verði gangnagjald í Hvalfjarðargöng greitt skv. aksturslykli. Tómstundaakstur er skilgreindur í fyrirliggjandi minnisblaði. Fyrirkomulagið taki gildi 1. janúar n.k..
7.Búsetuþjónusta Holtsflöt- þátttaka í fæðiskostnaði
1411120
Erindið var lagt fyrir fund velferðar- og mannréttindaráðs 19. nóvember sl. en afgreiðslu frestað. Erindið er tilkomið vegna þess að þjónusta við íbúa á Holtsflöt flest meðal annars í því að starfsmenn aðstoða íbúa við matlagningu að kvöldi og snæða með viðkomandi. Tillaga sem lögð er fyrir ráðið gerir ráð fyrir að notuð séu þau viðmið sem eru í reglugerð 1054/2010 um þátttöku í fæðiskostnaði.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir þá tilhögun sem lögð er til í fyrirliggjandi minnisblaði. Þar er farið að forskrift sem gefin er í búsetureglugerð. Leitað hefur verið eftir ráðgjöf hjá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem telur þessa tilhögun í samræmi við gildandi reglugerð.
8.Bifreiðamál sambýla nóv 2014
1411064
Eins og kynnt er í minnisblaði með fundarboði er lögð til ákveðin lausn á bílamálum íbúa sambýlisins að Laugarbraut og Vesturgötu. Í minnisblaðinu er lagt til að Akraneskaupstaður leysi til sín eignarhluta þeirra sem ekki hafa afnot af bifreiðinni og eignarhlutinn verði seldur þegar betur skýrist um hverjir munu nýta bifreiðina til lengri tíma.
Velferðar- og mannréttindaráð telur réttast að fulltrúar aðstandenda sem hafa verið með úrlausn málsins á sinni könnu, leiði það til lykt í samræmi við upphaflega áætlun.
9.Starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2015
1411093
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs fyrir 2015.
10.Laugarbraut - aukin fjárveiting haust 2014
1412021
Með fundarboðinu fylgdi minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir viðbótarfjárhæð vegna aukins launakostnaðar vegna fleiri þjónstuþega á seinni hluta ársins. Áætluð viðbótarfjárþörf er kr. 3.000.000 til loka ársins.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 19:00.