Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Stefnumótun Velferðar- og mannréttindasviðs
1503106
Rætt um fyrirkomulag og dagskrá fundar um stefnumótun í málefnum fatlaðra.
Rætt um fyrirkomulag stefnumótunarfundar. Ákveðið að fresta fundinum vegna framkominna óska og ábendinga. Sviðsstjóra falið að kanna mögulegar dagsetningar í janúar.
2.Forsendur fjárhagsáætlunar Velferðar- og mannréttindasviðs 2016
1509212
Lögð fram tillaga sviðsstjóra að fjárfestingum á Velferðar- og mannréttindasviði árið 2016 og rætt um framtíðarskipan virkniúrræða.
Velferðar- og mannréttindaráð telur rétt að halda áfram samstarfi við Vinnumálastofnun Vesturlands um rekstur Skagastaða í a.m.k. eitt ár til viðbótar. Áhersla yrði lögð á endurhæfingu óvinnufærra einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Ráðið leggur til að farið verði yfir árangur starfsins í maí 2016.
Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir starfseminni í frumvarpi að fjárhagsáætlun vísar ráðið ákvörðuninni til bæjarráðs. Forsenda ráðsins er að kostnaði verði mætt með lækkun útgjalda til annarra liða, s.s. liðanna 02110 fjárhagsaðstoð og 02100 virkniúrræði.
Velferðar- og mannréttindaráð telur rétt að halda áfram samstarfi við Vinnumálastofnun Vesturlands um rekstur Skagastaða í a.m.k. eitt ár til viðbótar. Áhersla yrði lögð á endurhæfingu óvinnufærra einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Ráðið leggur til að farið verði yfir árangur starfsins í maí 2016.
Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir starfseminni í frumvarpi að fjárhagsáætlun vísar ráðið ákvörðuninni til bæjarráðs. Forsenda ráðsins er að kostnaði verði mætt með lækkun útgjalda til annarra liða, s.s. liðanna 02110 fjárhagsaðstoð og 02100 virkniúrræði.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir kaupum á tveimur bílum í fjárfestingaráætlun ársins 2016 í stað þess að endurnýja þá tvo leigusamninga sem eru að renna út. Ennfremur leggur ráðið til að hugað verði að kaupum þriðja bílsins árið 2017.
Ingibjörg Pálmadóttir vék af fundi kl. 17:15
3.Trúnaðarmál
1511301
4.Verðkönnun á þrifum vegna heimaþjónustu
1510097
Lögð fram drög að samningi við Húsfélagaþjónustuna ehf. um þrif í heimahúsum á vegum Heimaþjónustu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir samningsdrögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
5.Trúnaðarmál
1505046
6.Trúnaðarmál
1510180
7.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2016
1509390
Óskað er umsagnar Velferðar- og mannréttindaráðs um styrkbeiðnir frá Stígamótum, Mæðrastyrksnefnd og Kvennaathvarfi.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að orðið verði við umræddum styrkbeiðnum og vísar þeim til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 18:30.