Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

59. fundur 03. maí 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1608169

Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál.

2.Reglur um gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

1612146

Félagsleg heimaþjónusta er veitt, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, til handa þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.
Í reglum Akraneskaupstaðar um félagslega heimaþjónustu er nánari skilgreining og útfærsla á þjónustunni skipt í fjóra liði: aðstoð við almenn heimilisstörf, innlit og samvera/félagslegur stuðningur, persónulegur stuðningur og aðstoð og aðstoð og fylgd við rekstur erinda.
Notandi greiðir fyrir þjónustuna í samræmi við gjaldskrá sem samþykkt er af bæjarstjórn.
Drög að breytingum á gjaldskrá um félagslega heimaþjónustu lögð fram. Afgreiðslu málsins er frestað.

3.Félagsstarf aldraðra og öryrkja, aldursmörk

1612155

Félagsstarf aldraðra, sem er á vegum Akraneskaupstaðar, hefur verið í boði fyrir 67 ára og eldri. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) hefur aldursviðmiðið 60 ára. Lagt er til að aldursviðmiði fyrir félagsstarf fyrir aldraða á vegum Akraneskaupstaðar verði fært niður í 60 ár í samræmi við aldursviðmið innan FEBAN og mörg önnur sveitarfélög. Það er ekki talið að umtalsverð fjölgun verði í félagsstarfinu heldur verða samræmt aldursviðmið skýrara fyrir notendur þjónustunnar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að félagsstarf fyrir aldraða verði starfrækt fyrir alla 60 ára og eldri á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Þriðjudaga verði áfram í boði fyrir öryrkja á öllum aldri eins og verið hefur. Á föstudögum verði opið hús fyrir 60 ára og eldri og öryrkja á öllum aldri.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00