Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samráðshópur um málefni fatlaðra einstaklinga
1705157
Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsti eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara. Þrír fulltrúar notenda, einn fulltrúi aðstandanda fullorðins notanda þjónustu Akraneskaupstaðar og einn aðstandandi barns. Samráðshópnum er ætlað að vera bæjarstjórn og ráðum Akraneskaupstaðar til ráðgjafar í málefnum fatlaðra, fylgjast með stefnumótun og þróun hugmyndafræði er varða þjónustu við fatlaða og gera tillögur að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins, hafa samráð við þjónustuþega, hagsmunaaðila og íbúa í sveitarfélaginu um málefni fatlaðra. Framboð og tilnefningar hafa borist um fulltrúa til setu í starfshópnum.
2.Samráðshópur um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi
1705145
Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsti eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara. Samráðshópnum er ætlað að vera bæjarstjórn og ráðum Akraneskaupstaðar til ráðgjafar í málefnum íbúa af erlendum uppruna, gera tillögu að breytingum á þjónustu sveitarfélagsins, hafa samráð við hagsmunaaðila og íbúa í sveitarfélaginu um málefni íbúa af erlendum uppruna. Framboð og tilnefningar hafa borist um fulltrúa til setu í starfshópnum.
Velferðar- og mannréttindaráð tilnefndir eftirfarandi aðila í samráðshóp um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi frá ágúst 2017 til og með júní 2018:
Stephen John Watt,
Bakir Anwar Nassar,
Emilia Teresa Orlilta,
Adriana Monika Malczyk,
Uchechukwu Michael Eze.
Boðað verður til fyrsta fundar samráðshóps um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi í september 2017. Formaður velferðar- og mannréttindaráðs mun sitja þann fund.
Stephen John Watt,
Bakir Anwar Nassar,
Emilia Teresa Orlilta,
Adriana Monika Malczyk,
Uchechukwu Michael Eze.
Boðað verður til fyrsta fundar samráðshóps um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi í september 2017. Formaður velferðar- og mannréttindaráðs mun sitja þann fund.
3.Trúnaðarmál.
1503180
Trúnaðarmál.
4.Trúnaðarmál.
1706133
Trúnaðarmál.
5.Trúnaðarmál.
1706132
Trúnaðarmál.
6.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs á Akranesi
1706042
Íbúðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða þeim til viðræðna um möguleg kaup þeirra fasteigna í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags. Á Akranesi eru eignir ILS 12 og nýttar með eftirfarandi hætti:
*Í leigu, 5 eignir
*Í sölu, 6 eignir
*Í skráningu og annað, 1 eign
Velferðar- og mannréttindaráð frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi.
*Í leigu, 5 eignir
*Í sölu, 6 eignir
*Í skráningu og annað, 1 eign
Velferðar- og mannréttindaráð frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi.
Velferðar- og mannréttindaráð telur þörf á að Akraneskaupstður hafi yfir að ráða húsnæði fyrir skjólstæðinga sína. Ráðið vísar því til ákvörðunar bæjarráðs að skoða kaup á eftirtöldum íbúðum:
Garðabraut 2, Einigrund 8 eða Vallarbraut 7. Einnig verði kannað hvort aðrar íbúðir í almennri sölu geti mætt þeirri brýnu þörf sem upp er komin og þarf að leysa.
Garðabraut 2, Einigrund 8 eða Vallarbraut 7. Einnig verði kannað hvort aðrar íbúðir í almennri sölu geti mætt þeirri brýnu þörf sem upp er komin og þarf að leysa.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Freyr Karlsson,
Borghildur Birgisdóttir,
Böðvar Guðmundsson,
Sigríður Margrét Matthíasdóttir,
Sólveig Sigurðardóttir.
Boðað verður til fyrsta fundar samráðshóps um málefni fatlaðra á Akranesi í september 2017. Formaður velferðar- og mannréttindaráðs mun sitja þann fund.