Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

84. fundur 22. ágúst 2018 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Þroskahjálp húsbyggingasjóður samstarf

1802401

Bæjarráð samþykkti tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um heimild fyrir frekari viðræðum við Þroskahjálp Húsbyggingasjóð með það markmið í huga að veita stofnframlag til félagsins vegna kaupa eða byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Fulltrúar samstarfsaðila hafa farið yfir lóðir í Skógarhverfi 2 sem koma til greina við byggingu á húsnæði.
Til fundarins mættu Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri, Friðrik Sigurðsson verkefnastjóri og Símon Gísli Ólafsson, umsjónarmaður fasteigna frá Þroskahjálp. Auk þeirra mættu einnig frá skipulags- og umhverfisráði Ragnar B. Sæmundsson formaður og Ólafur Adolfsson aðalmaður, Sigurður Páll Harðarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Fulltrúar Þroskahjálpar kynntu stuttlega áherslur samtakanna og húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar. Sjóðurinn byggir og kaupir íbúðir sem eru leigðar fötluðu fólki. En markmið sjóðsins er að greiða fyrir að sveitarfélög standi betur og fyrr við lagalegar skuldbindingar sínar um að sjá fötluðu fólki fyrir hentugu húsnæði. Fulltrúar Þroskahjálpar kynntu hvernig samstarfi við önnur sveitarfélög hefur verið háttað vegna bygginga eða kaupa á íbúðum á þeirra vegum.

Árni Múli, Friðrik, Símon, Ragnar, Ólafur, Sigurður Páll, Steinar og Berglind viku af fundi kl. 16:55.

2.Trúnaðarmál.

1808144

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál.

1808145

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1808181

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Trúnaðarmál.

1808152

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Trúnaðarmál.

1808159

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00