Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

93. fundur 05. desember 2018 kl. 16:30 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Húsfélagaþjónustan - samningur 2019

1810101

Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár verið með þjónustusamning við Húsfélagaþjónstuna ehf um heimilisþrif í tengslum við félagslega heimaþjónustu. Samstarfið hefur gengið vel og er vilji af beggja hálfu til að halda því samstarfi áfram. Núverandi samningur rennur út í lok árs 2018. Drög að nýjum samningi liggja fyrir þar sem m.a. orðalagi samnings er breytt í ljósi breytinga á lögum um félagsþjónustu.
Velferðar-og mannréttindaráð samþykkir þjónustusamning við Húsfélagaþjónustuna ehf.

2.Vinnumálastofnun - HVER samstarfssamningur 2019

1811136

Drög að samstarfssamning Vinnumálastofnun Vesturlands og Akraneskaupstaður - Endurhæfingarhúsið Hver endurnýjuðu samstarfssamning fyrir árið 2019. Samningnum er ætlað að veita atvinnuleitendum sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins tækifæri til þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Samningur þessi tekur til verkefnisins ,,Markviss atvinnuleit" í umsjón Endurhæfingarhússins Hver (Akraneskaupstaður) en markmið samnings er að veita atvinnuleitendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkniúrræðum. Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þá í atvinnuleitinni. Auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðinum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir samning Endurhæfingarhússins Hver og Vinnumálastofnunar Vesturlands.

3.Trúnaðarmál.

1812020

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00