Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Holtsflöt 9 - Næturvaktir
1904110
Búsetan Holtsflöt 9 - Næturvaktir
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfandi sviðsstjóra að kostnaðarmeta viðbótar næturvakt í búsetunni að Holtsflöt 9. Annarsvegar með vakandi næturvakt og hins vegar með sofandi bakvakt. Ráðið óskar eftir því að forstöðumaður búsetunnar komi inn á næsta fund ráðsins og geri frekari grein fyrir málinu.
2.Trúnaðarmál
1808082
Trúnaðarmál.
3.Heimahjúkrun og félagsþjónusta - staða
1904138
Beiðni frá HVE um endurskoðun á innliti heimaþjónustunnar.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir nánari greiningu á þörf á aukinni þjónustu á rauðum dögum frá heimaþjónustunni. Ráðið óskar eftir því að málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 17:00.