Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
1912177
Drög að samþykkt fyrir notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi liggja fyrir. Í drögunum er vísað til þess að Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi starfar í umboði bæjarstjórnar og eftir því sem mælt er fyrir um í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfi og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og fer einnig með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks sömu laga.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt fyrir notendaráð og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
2.Fjöliðjan
1910179
Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. beindi Skipulags- og umhverfisráð því til bæjarráðs að stofnaður yrði vinnuhópur um viðhald og stækkun húss Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað við Dalbraut 10 vegna bruna sem átti sér stað í starfsstöðinni 7. maí 2019. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skipa vinnuhópinn með fulltrúum embættismanna sem bar að skila af sér niðurstöðum eigi síðar en 15. júní nk. Tillögur vinnuhóps skulu lagðar fyrir skipulag- og umhverfisráð, velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með skipulags- og umhverfisráði þar sem farið yrði yfir tillögur vinnuhóps.
3.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu við Beykiskóga 17
1809206
Samningur er á milli Akraneskaupstaðar og Þroskahjálpar um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar Þroskahjálpar á fimm leigu íbúðum við Beykiskóga 17. Einingar hússins á byggingarstað og stefnt er að því að byrja að reisa húsið innan fárra daga. Áætlaður afhendingartími er eigi síðar en 1. október 2020.
Lagt fram til kynningar.
4.Frumvarp til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna
2001026
Undanfarin tvö ár hefur farið fram margþætt vinna við endurskoðun á félagslegri umgjörð um málefni barna. Liggja nú drög að frumvarpi til laga um þjónustu í þágu farsældar barna fyrir í samráðsgátt.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2695
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2695
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.