Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Frístundastarf allt lífið
2012179
Frístundastarf allt lífið, sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Eygló Rúnarsdóttir aðjunkt og Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir lektor á Menntavísindasviði, deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda mæta á fundinn og kynna faglegar áherslur í frístundastarfi fyrir alla aldurshópa.
Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð býður Ungmennaráði, Öldungaráði, Notendaráði, starfsmönnum á sviðunum og fulltrúum í bæjarstjórn að sitja fundinn undir þessu máli.
Skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð býður Ungmennaráði, Öldungaráði, Notendaráði, starfsmönnum á sviðunum og fulltrúum í bæjarstjórn að sitja fundinn undir þessu máli.
Sameignlegt mál velferðar- og mannréttindaráðs og skóla- og frístundaráðs. Undir þessu máli sátu aðrir fulltrúar úr bæjarstjórn, bæjarstjóri, fulltrúar í Öldungaráði, Ungmennaráði, Notendaráði málefna fatlaðs fólks ásamt starfsmönnum skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Eygló Rúnarsdóttur aðjunkt og Halldóru Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor á Menntavísindasviði fyrir kynninguna og öðrum aðilum sem sátu fundinn fyrir góðar umræður.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Eygló Rúnarsdóttur aðjunkt og Halldóru Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor á Menntavísindasviði fyrir kynninguna og öðrum aðilum sem sátu fundinn fyrir góðar umræður.
2.Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun
2102339
Kynning frá Alzheimer samtökunum um verkefnið Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Velferðar- og mannréttindaráð bauð Öldungaráði, starfsmönnum sviðsins og fulltrúum í bæjarstjórn að sitja fundinn undir þessu máli.
Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri Alzheimar samtakanna kynnti verkefnið Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og innleiðingu þess í sveitarfélögum. Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Vilborgu fyrir góða kynningu á verkefninu og öðrum aðilum sem sátu fundinn fyrir góðar umræður.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.
Fundi slitið - kl. 19:30.