Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
KHS, EB, ÍOK og SH sátu fundinn á Garðavöllum. AÞÞ, SK og LJ sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóð
2103321
Uppbygging og staðsetning á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk.
Sverrir Hermann Pálmarsson frá SHP consulting ehf. sat fundinn undir þessu máli. Sverrir er verkefnastjóri Leigufélags aldraðra sem hefur fengið stofnframlag í samstarfi við Akraneskaupstaðar um byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk.
Farið var yfir tillögur að staðsetningu á húsnæði og teikningu á húsnæði.
Farið var yfir tillögur að staðsetningu á húsnæði og teikningu á húsnæði.
2.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur
2105094
Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur hefur verið vísað til umsagnar hjá Notendaráði. Notendaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög af reglum Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli. Ívar Orri Kristjánsson varamaður tók sæti á fundinum undir þessu máli.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
3.Reglur Akraneskaupstaðar um notendasamninga
2105209
Drög að reglum um notendasamninga hefur farið til umsagnar í Notendaráði. Notendaráð gerir tillögur að smávægilegum orðabreytingum en samþykkir að öðru leiti drög að reglum um notendasamninga.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli. Ívar Orri Kristjánsson varamaður tók sæti á fundinum undir þessu máli.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
4.Reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
2105210
Drög að reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hefur verið vísað til Notendaráðs. Notendaráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli. Ívar Orri Kristjánsson varamaður tók sæti á fundinum undir þessu máli.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Velferðar- og mannrétttindaráð leggur til að reglurnar taki gildi á árinu 2021.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Velferðar- og mannrétttindaráð leggur til að reglurnar taki gildi á árinu 2021.
5.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu
2105093
Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu hefur verið vísað til umsagnar hjá Notendaráði og Öldungaráði.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Ráðin leggja til smávægilegar orðabreytingar. Ráðin lýsa ánægju sinni á fyrirliggjandi drögum og þeirri vinni sem liggur í að samþætta eldri reglur.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Ráðin leggja til smávægilegar orðabreytingar. Ráðin lýsa ánægju sinni á fyrirliggjandi drögum og þeirri vinni sem liggur í að samþætta eldri reglur.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli. Ívar Orri Kristjánsson varamaður tók sæti á fundinum undir þessu máli.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
6.Reglur Akraneskaupstaðar um NPA
2104259
Drög að reglum um NPA hefur verið vísað til umsagnar hjá Notendaráði. Notendaráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að reglum um NPA.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að Reglum Akraneskaupstaðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)fyrir fatlað fólk og vísar þeim til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
7.Fundargerðir 2021 - notendaráð um málefni fatlaðra
2101007
Lögð fram til kynningar 8. fundargerð Notendaráðs málefna fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir 2021 - öldungaráð
2102013
Fundargerðir 10, 11 og 12 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB,ÍOK, SK og SH.
Fundi slitið - kl. 20:30.