Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri sat fundinn á Teams.
1.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
2110054
Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs um innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi fór yfir stöðu verkefnisins miðað við apríl 2022.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir greinagóða kynningu á stöðu verkefnisins við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu stýrihóps og vinnuhóps um ráðstöfun fjármagns frá Jöfnunarsjóði vegna verkefnisins sem felur í sér ráðningu tengiliða í skólum og ráðningu málstjóra í 100% stöðu. Ráðið leggur til að ráðningin vegna þessara starfa verði frá 1. ágúst 2022 og verði til tveggja ára. Erindinu vísað til bæjarráðs.
Samþykkt er að halda sameiginlegan fund þessara ráða að viku liðinni þar sem verkefnastjóra er falið að óska eftir þátttöku fulltrúa HVE á fundinum.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir greinagóða kynningu á stöðu verkefnisins við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu stýrihóps og vinnuhóps um ráðstöfun fjármagns frá Jöfnunarsjóði vegna verkefnisins sem felur í sér ráðningu tengiliða í skólum og ráðningu málstjóra í 100% stöðu. Ráðið leggur til að ráðningin vegna þessara starfa verði frá 1. ágúst 2022 og verði til tveggja ára. Erindinu vísað til bæjarráðs.
Samþykkt er að halda sameiginlegan fund þessara ráða að viku liðinni þar sem verkefnastjóra er falið að óska eftir þátttöku fulltrúa HVE á fundinum.
Fundi slitið - kl. 19:00.