Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Fjöliðjan Smiðjuvellir 28 - leigusamningur
2202071
Stjórnendur Fjöliðjunnar hafa óskað eftir að koma inn á fund Velferðar- og mannréttindaráð til að ræða rýmisþörfina fyrir vinnustaðahlutann á Smiðjuvöllum 28.
2.Samræmd móttaka flóttafólks
2209282
Hvatning hefur verið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að fleiri sveitarfélög taki þátt í samræmdri móttöku flóttafólks á Íslandi. Tilgangur með því er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur.
Farið yfir samningsdrög um samræmda móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að út frá þarfagreiningu stjórnenda verði stærð fyrirhugaðs rýmis sem leigja á að Smiðjuvöllum 28 endurskoðað.