Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

198. fundur 21. febrúar 2023 kl. 16:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir þroskaþjálfi
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Stuðnings- og stoðþjónusta Akraneskaupstaðar

1808301

Samantekt um stuðnings- og stoðþjónustu 0-18 ára 2022.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Berglindi Jóhannesdóttur ráðgjafaþroskaþjálfa, í stuðnings- og stoðþjónustu við börn undir 18 ára, fyrir greinargóða kynningu.

2.sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun 2023

2302059

Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun á hámarki húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagt minnisblað starfsmanna og samanburð við önnur sveitarfélög og leggur til við bæjarráð að hámark samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings verði 90.000 kr.

3.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Lagðar fram tillögur starfsmanna um fasta árlega hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði kr. 195.159, frá og með 1. mars nk. Ráðið leggur einnig til við bæjarráð að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar taki breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í janúar ár hvert, miðað við vísitölu í nóvember árið áður.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00