Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

203. fundur 02. maí 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð hjá Akraneskaupstað lagðar fram.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir drög að reglum um fjárhagsaðstoð og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Samningur um akstur á heimsendum mat

2104184

Gildandi samningi um akstur á heimsendum mat hefur verið sagt upp og sætir endurskoðun. Tillögur að útfræslu lagðar fram ásamt viðauka og áhrifum kostnaðaraukningar.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlögð gögn vegna uppsagnar á samningi um akstur með heimsendan mat, frá og með 1. ágúst nk. Á grundvelli framlagðrar kostnaðargreiningar, á þeim leiðum sem færar eru. Felur velferðar- og mannréttindaráð sviðsstjóra að gera verðkönnun/tilboða og leggja fram á næsta fundi.

3.Fundargerðir 2023 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2301023

Fundargerðir notendaráðs: 15. fundur, 16. janúar 2023 og 16. fundur, 27. apríl 2023. Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir notendaráðs um málefni fatlaðs fólks lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00