Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

207. fundur 04. júlí 2023 kl. 16:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Heildarstefna ásamt innleiðingaráætlun lögð fram til kynningar.



Stefnumótunarvinnan hefur staðið yfir frá því í desember 2022 og lauk í maí 2023. Stofnaður var stýrihópur skipaður kjörnum fulltrúum ásamt starfsfólki Akraneskaupstaðar, sem stóð að vinnunni, með aðstoð KPMG.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri kom fyrir velferðar- og mannréttindaráð og kynnti drög að heildarstefnu Akraneskaupstaðar ásamt innleiðingaráætlun fyrir tímabilið 2023-2030.

Ráðið þakkar Valdísi góða yfirferð og lýsir yfir ánægju sinni með stefnuáherslur og aðgerðir á grundvelli hennar.


2.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023 (Tjarnarskógar 15)

2303217

2303217 - Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023 (Tjarnarskógar 15) lagt fram til umræðu. Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum lið.



Fyrir liggur úthlutun byggingarlóðarinnar Tjarnarskógar 15 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun. Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé uppbyggingin fari fram á annarri hentugri lóð.



Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðar- og mannréttindaráði og skipulags- og umhverfisráði. Málið komi að nýju til bæjarráðs þann 29. júní nk.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Höllu Mörtu Árnadóttur fyrir upplýsandi yfirferð um málið. Þar sem breytingin hefur ekki teljandi áhrif á tímalínu verkefnisins og staðsetning lóðar er sambærileg og jafnvel betri en fyrri lóð, samþykkir velferðar- og mannréttindaráð að íbúðakjarni verði færður að Skógarlundi 40.

Að öðru leyti er málinu vísað til bæjarráðs.

3.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Mál lagt fram vegna beiðni um viðbótarstöðugildi. Samkvæmt reiknilíkani ráðuneytisins er sá fjöldi flóttafólks sem er í þjónustu hjá Akraneskaupstað þess eðlis að gert er ráð fyrir 1,42 stöðugildum, en ráðuneytið mætir kostnaði vegna þess og hefur nú þegar endurgreitt Akraneskaupstað vegna tímabilsins 1.nóv 2022-31.03.2023.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagða beiðni og felur sviðsstjóra að ráðstafa fjármagni vegna stöðugilda, sem fylgir verkefninu, á þann háttinn að það mæti sem best þjónustunni.

4.Neyðargisting í gistiskýlum Reykjavíkurborgar

2306135

Drög að samningi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk lögð fram til ákvörðunartöku.



Fyrir liggur að samningurinn felur ekki í sér viðbótarkostnað umfram gistináttagjaldið sem Akraneskaupstaður þarf nú þegar að greiða. Undirritun samningsins tryggir hins vegar íbúum með lögheimili á Akranesi næturpláss í skýlunum ólíkt því fyrirkomulagi sem er í dag.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um efnistök og þýðingu samnings við Reykjavíkurborg vegna neyðargistinga í gistiskýlum Reykjavíkurborgar.

Ráðið leggur til við bæjarráð að samningurinn verði undirritaður, með þeim fyrirvara að samningurinn verði endurskoðaður að 12 mánuðum liðnum.

Samþykkt 2:1, EB greiðir atkvæði á móti.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00