Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samstarf um innleiðingu farsældarlaga
2303064
Samstarfssamningur, milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og Akraneskaupstaðar um áframhaldandi stuðning vegna forystuhlutverks við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, hefur verið undirritaður.
Er framlag ráðuneytisins það sama 2024 og árið áður eða kr. 9.000.000 og kemur til viðbótar því framlagi sem greitt er á grundvelli reglugerðar um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna árið 2024.
Er framlag ráðuneytisins það sama 2024 og árið áður eða kr. 9.000.000 og kemur til viðbótar því framlagi sem greitt er á grundvelli reglugerðar um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
2.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi
2401366
Formleg beiðni um þátttöku í svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir ánægju með vilja lögreglustjórans á Vesturlandi um að hefja svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi. Akraneskaupstaður mun taka þátt í því samráði í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 17:15.