Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Atvinna með stuðningi (AMS) - tækifæri hjá Akraneskaupstað
2409282
Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og atvinnumálafulltrúi hjá Fjöliðju ásamt Silvíu Kristjánsdóttur iðjuþjálfa, Kynna atvinnuúrræði Vinnumálastofnunar fyrir fólk með skerta vinnugetu undir heitinu; atvinna með stuðningi (AMS), og velta upp mögulegum atvinnutækifærum fyrir þann hóps fólks hjá Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Ingibjörgu Freyju og Silvíu fyrir kynningu á hugmyndum um að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks á Akranesi. Ráðið tekur undir metnaðarfulla sýn þeirra og mun leggja sitt af mörkum svo að sú sýn raungerist.
2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Gjaldskrár 2025.
Drög að gjaldskrá lögð fram til kynningar.
3.Breytingar á húsaleigulögum 1.sept 2024
2409180
Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á húsaleigulögum nr. 36/1994, sem hafa það að markmiði að bæta réttarstöðu leigjenda og að auka húsnæðisöryggi.
Frá og með 1. september verður ekki heimilt að semja um reglubundnar breytingar á leigufjárhæð í samningum sem gerðir eru til 12 mánaða eða skemur. Með því er stuðlað að auknum fyrirsjáanleika um leigufjárhæð í styttri samningum og fjölgun leigusamninga til lengri tíma. Þurfa að lágmarki að líða tólf mánuðir frá gildistöku leigusamnings þar til að hægt er að óska eftir breytingu á leigufjárhæð. Þá skýra lögin betur reglur um hvernig leiga skuli ákvörðuð við endurnýjun eða framlengingu leigusamnings.
Með lögunum eru styrkt ákvæði um forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu húsnæðis og leigusala gert að kanna hvort leigjandi hyggist nýta sér forgangsrétt sinn.
Kærunefnd húsamála verður efld til að tryggja öflugt og skilvirkt réttarúrræði við úrlausn á ágreiningi milli samningsaðila. Verður einnig tekið við kærum á ensku, til að mæta þeim hópi leigjenda sem hafa annað móðurmál en íslensku. Lögin kveða meðal annars á um flýtimeðferð mála sem varða ágreining um leigufjárhæð þannig að úrskurður um leiguverð liggi fyrir innan tveggja mánaða
Frá og með 1. september verður ekki heimilt að semja um reglubundnar breytingar á leigufjárhæð í samningum sem gerðir eru til 12 mánaða eða skemur. Með því er stuðlað að auknum fyrirsjáanleika um leigufjárhæð í styttri samningum og fjölgun leigusamninga til lengri tíma. Þurfa að lágmarki að líða tólf mánuðir frá gildistöku leigusamnings þar til að hægt er að óska eftir breytingu á leigufjárhæð. Þá skýra lögin betur reglur um hvernig leiga skuli ákvörðuð við endurnýjun eða framlengingu leigusamnings.
Með lögunum eru styrkt ákvæði um forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu húsnæðis og leigusala gert að kanna hvort leigjandi hyggist nýta sér forgangsrétt sinn.
Kærunefnd húsamála verður efld til að tryggja öflugt og skilvirkt réttarúrræði við úrlausn á ágreiningi milli samningsaðila. Verður einnig tekið við kærum á ensku, til að mæta þeim hópi leigjenda sem hafa annað móðurmál en íslensku. Lögin kveða meðal annars á um flýtimeðferð mála sem varða ágreining um leigufjárhæð þannig að úrskurður um leiguverð liggi fyrir innan tveggja mánaða
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að tryggja að leigusamningar verði uppfærðir til samræmis við breytta löggjöf.
4.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna
2409213
16. september sl. bárust niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar (GEV) á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna hjá sveitarfélaginu. Er athugunin liður í framkvæmd á grundvelli 14. gr. laga nr. 88/2021 um GEV, en sendur var spurningalisti í febrúar 2024 á öll sveitarfélög í landinu um hvort og hvaða gildandi reglur væru fyrir hendi um þjónustuna með vísan til gildandi laga nr. 38/2018 og 40/1991.
GEV greindi þau svör og gögn sem bárust stofnuninni og mun gefa út skýrslu þar sem greint verður frá niðurstöðum á landsvísu.
Þegar við á gerir GEV athugasemdir við svör sveitarfélagsins, þá ýmist sem ábendingar eða tilmæli um úrbætur. Ef um er að ræða tilmæli um úrbætur þá varðar það reglur sem sveitarfélögum er skylt að setja.
GEV greindi þau svör og gögn sem bárust stofnuninni og mun gefa út skýrslu þar sem greint verður frá niðurstöðum á landsvísu.
Þegar við á gerir GEV athugasemdir við svör sveitarfélagsins, þá ýmist sem ábendingar eða tilmæli um úrbætur. Ef um er að ræða tilmæli um úrbætur þá varðar það reglur sem sveitarfélögum er skylt að setja.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að ljúka vinnu við gerð reglna um notendasamninga og reglna um frístundaþjónustu.
5.Áfangaskýrsla II- Kostnaðar og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks
2410035
Starfshópur á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis hefur skilað áfangaskýrslu II um kostnaðar og ábyrgðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks.
Á grunni áfangaskýrslu I gerðu Ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samkomulag þann 15. desember síðastliðinn og endurnýjaði félags- og vinnumarkaðsráðherra umboð starfshópsins á grundvelli þess með og afmörkun verkefna á ákveðin málasvið, m.a. fyrirkomulag SIS - A mats, stöðu og framtíð barna og ungmenna með fjölþættan vanda og áætlun um að uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við lög nr. 39/2018.
Á grunni áfangaskýrslu I gerðu Ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samkomulag þann 15. desember síðastliðinn og endurnýjaði félags- og vinnumarkaðsráðherra umboð starfshópsins á grundvelli þess með og afmörkun verkefna á ákveðin málasvið, m.a. fyrirkomulag SIS - A mats, stöðu og framtíð barna og ungmenna með fjölþættan vanda og áætlun um að uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við lög nr. 39/2018.
Velferðar- og mannréttindaráð skorar á aðila að ná niðurstöðu í málefnum er varða börn og ungmenni með fjölþættan vanda fyrir árslok 2024 þannig að kostnaði, vegna þriðja stigs þjónustu, verði alfarið mætt af Ríkinu eigi síðar en frá áramótum 2024.
Fundi slitið - kl. 18:30.