Myndasafn Akraneskaupstaðar
Myndir sem Myndsmiðjan tók á Írskum dögum 2018 auk mynda frá Sandkastalakeppninni sem dómnefnd ársins tók.
Skoða myndirAkraneskaupstaður og Bestla ehf. undirrituðu þann 25. maí samning um úthlutun og uppbygginu á lóð við Dalbraut 4 á Akranesi. Undirritunin átti sér stað í húsakynnum félagsstarfs eldri borgara (FEBAN) að Kirkjubraut sem þótti afar viðeigandi, einkum vegna þess í umræddu húsnæði á Dalbraut 4 verður húsnæði fyrir þjónustumiðstöð aldraðra.
Skoða myndirÞann 18. maí 2018 undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, Guðrún Sigríður Gísladóttir frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Inga Dóra Halldórsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vesturlands, Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Þórður Már Gylfason frá Sansa veitingar ehf. viljayfirlýsingu þess efnis að kanna leiðir til samstarfs í atvinnumálum fólks með skerta starfsgetu á Akranesi. Viðstödd athöfnin voru Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra, bæjarfulltrúar og embættismenn Akraneskaupstaðar.
Skoða myndirOpinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi sem var haldinn miðvikudaginn 24. janúar síðastliðinn frá kl. 18:00 til 20:00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Ljósmyndir tók Jónas Ottósson.
Skoða myndirHugmyndarvinna starfshóps um uppbyggingu Jaðarsbakkasvæðis um hugsanlega framtíðarsýn svæðisins.
Skoða myndirÁ Vökudögum í ár var sérstök áhersla lögð á barnamenningu. Bókasafnið á Akranesi hlaut sérstakan styrk frá Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi til barnamenningarhátíðar fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar sem er hluti af áhersluverkefni undir Sóknaráætlun Vesturlands. Verkefnið var unnið með miðstigum grunnskólanna þriggja á svæðinu og þá sérstaklega með 6. bekkjum skólanna. Þema verkefnisins er Bókmenntir og listir tengt svæðinu og hafa börnin unnið að margskonar sköpun í skólanum það sem af er þessu skólaári. Á Vökudögum var sköpun barnanna sett fram í þremur mismunandi sýningum og voru fjórar listasmiðjur haldnar í tengslum við sýningarnar. Þá hélt Improv Ísland spunaleikhópurinn sérstakar sýningar í Bíóhöllinni á Akranesi fyrir miðstig skólanna. Í verkefninu var unnið með barnamenningu út frá þremur megin stoðum: - Menning sköpuð af börnum - Menning með börnum - Menning fyrir börn
Skoða myndir