Fréttir
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfi
13.03.2021
Skipulagsmál
Framkvæmdir
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi þann 9. mars 2021 að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Skógarhverfi áfanga 3A og auglýsir hér með útgáfu leyfisins. Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Lesa meira
Útboð á leikskóla að Asparskógum 25
10.03.2021
Útboð
Verkís hf., fyrir hönd Fasteignafélag Akranes, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við uppsteypu og utanhúsfrágang við nýjan leikskóla að Asparskógum 25, Akranesi.
Verkið nær til uppsteypu hússins, ásamt lagnavinnu við þá þætti sem tengjast uppsteypu. Verktaki skal koma fyrir gluggum og hurðum, ganga frá þakvirki, þakfrágangi og utanhússklæðningu.
Lesa meira
Teymi dregin til þátttöku í hugmyndasamkeppni um Langasandssvæðið
09.03.2021
Hugmyndasamkeppni
Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi. Útdráttur fór fram þriðjudaginn 2. mars síðastliðinn í viðurvist votta. Alls voru fjórtán fagteymi sem sóttust eftir að taka þátt en eitt dró sig tilbaka áður en útdráttur fór fram.
Lesa meira
Aðgerðaráætlun vegna loftgæða í Grundaskóla
05.03.2021
Aðgerðaráætlun vegna loftgæða í Grundaskóla
Lesa meira
Innritun í leikskóla haustið 2021
04.03.2021
Innritun í leikskóla haustið 2021 hefur farið fram.
Lesa meira
Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla
02.03.2021
Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla.
Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 460 talsins, en starfsmenn um 100.
Lesa meira
Samráðsfundur um stöðu samgöngumála á Vesturlandi
02.03.2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða upp á rafrænan samráðsfund um stöðu samgöngumála á Vesturlandi, miðvikudaginn 3. mars frá kl. 15-17.
Lesa meira
Bæjarstjóri færði áhöfninni á Venus NS 150 rjómatertu
02.03.2021
Í dag, þriðjudaginn 2. mars, landaði Venus NS 150 um það bil 530 tonnum af loðnu. Var þetta fyrsta loðnulöndun ársins á Akranesi og af því tilefni færði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri áhöfninni rjómatertu. Bergur Einarsson skipstjóri veitti rjómatertunni viðtöku fyrir hönd áhafnarinnar.
Lesa meira
Laust starf þroskaþjálfa á sviði frístunda
26.02.2021
Frístundamiðstöðin Þorpið óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling til að starfa í fjölbreyttu, krefjandi og skemmtilegu frístundastarfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða 75% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri ungmennastarfs í Þorpinu.
Lesa meira
Innritun í grunnskóla
25.02.2021
Bréf vegna innritunar 6 ára barna í grunnskóla hafa nú verið birt í þjónustugátt Akraneskaupstaðar.
Lesa meira