Akraneskaupstaður skrefi nær viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag með samþykkt aðgerðaáætlunar
Akraneskaupstaður hefur nú lokið fjórða skrefi innleiðingarferlisins með gerð Aðgerðaáætlunar sem samþykkt var í Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 10. desember 2024. Teknar voru saman 17 aðgerðir sem mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans. Í ljósi þess að allar aðgerðirnar hafa verið samþykktar og settar í framkvæmd er stefnt að viðurkenningu á þessu ári, 2025.
Hér má lesa: Aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingu barnasáttmálans 2023-2025
Að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að bærinn hefur skuldbundið sig til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins. Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að skapa gott samfélag fyrir börnin okkar, og með innleiðingu Barnasáttmálans verður þetta enn frekar styrkt.
Barnasáttmálanum er þannig ætlað að vera rauður þráður í allri starfsemi bæjarins. Bærinn viðurkennir að í röddum, viðhorfum og reynslu barna og ungmenna felist verðmæti, hann á markvisst samráð við börn og ungmenni og nýtir raddir þeirra til að bæta þjónustu bæjarins. Að síðustu setur bærinn upp „barnaréttinda gleraugu“ til að rýna og skoða verk- og ákvarðanaferla með hliðsjóna af Barnasáttmálanum.
Lesa má frekar um verkefnið hér.