Faglegt starf í frístundaheimilum á Akranesi.

Það var margt um manninn í Þorpinu fimmtudaginn 20. febrúar, þá hittist starfsfólk frístundaheimila á Akranesi og átt frábæran sameiginlegan starfsdag. Þema dagsins var faglegt starf í frístundaheimilum.
Þóra Melsted, deildarstjóri barnasviðs hjá Frístundamiðstöðnni Brúnni í Reykjavík var með fróðlegt og mikilvægt erinindi inn í umræðuna. Þóra býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og var mikill fengur í því að fá hana til okkar. Þá var farið yfir gæðaviðmið í frístundastarfi og að lokum var stutt kynning á Frístundalæsi sem er hugmyndabanki þar sem finna má margvíslegar hugmyndir um hvernig efla megi mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum á Íslandi.
Leiðarljós íslenskra frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Gefin hafa verið út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum og nú er einnig komið út þemaheftið Frístundaheimili – leikur og nám á forsendum barna. - Af vef stjórnarráðsins.