Höfðasel deiliskipulag - kynningarfundur 13. febrúar
Kynningarfundur
Vinnslutillaga að Deiliskipulagi Höfðasel verður kynnt að Dalbraut 4, Akranesi, 13. febrúar kl. 17:00 skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vinnslutillaga: Nýtt deiliskipulag Höfðasel
Nýtt deiliskipulag Höfðasels byggir á eldra deiliskipulagi undir iðnaðarsvæði. Skilgreindar verða aðkomuleiðir að nýju athafnasvæði í Grjótkelduflóa austan skipulagssvæðisins frá Akrafjallsvegi. Nýjar lóðir eru skilgreindar sem iðnaðarlóðir ásamt lóðum undir helstu veitumannvirki.
Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.
Hægt er að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum í gengum skipulagsgátt Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is) eða í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4.
Skipulagsfulltrúi skipulags- og umhverfissviðs