Samverustundir í Vetrarfríinu.
Akraneskaupstaður hvetur fjölskyldur og vini til að njóta samverunnar í vetrarfríinu, 21.-24. febrúar.
Byggðasafnið í Görðum opið hús á laugardaginn 22.febrúar, þar má gægjast inn í gömlu húsin, skoða grunnsýningu safnsins og ekki má gleyma hinum sívinsæla ratleik um safnið. Einnig má benda á kaffihúsið í Stúkuhúsinu, þar er huggulegt að setjast niður og grípa sér bolla.
Bókasafnið á Akranesi fjölskyldudagur á laugardaginn 22.febrúar og þá er þemað Blóm. Einnig viljum við benda á stórskemmtilega verkefnið ,,Að brjóta 1000 trönur" sem verður á safninu dagana: 20. feb 15:00-17:00, 21.feb 14:00-16:00 og 24.feb 10:00-12:00. Þess má geta að verkefnið hlaut menningarstyrk frá kaupstaðnum.
Héraðsskjalasafn Akraness skemmtilegar myndir sem rúlla í sjónvarpinu á safninu, ljúft að setjast niður og sjá hvort maður kannist við eitthvað á myndunum.
Akranesviti er opinn alla virka daga í vetrarfríinu milli 10:00-16:00.
Sundlaugarnar okkar eru opnar og hér má nálgast upplýsingar um opnunartíma.
Ef veður leyfir þá hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til þess að stunda afþreyingu utandyra:
Fjörurnar okkar eru einstakar náttúruperlur sem er afar skemmtilegt að heimsækja, á Barnamenningarhátíð 2024 voru útbúin skemmtileg skilti með fróðleik um þær og þar má einnig finna verkefni sem leik- og grunnskólar bæjarsins unnu.
Skógræktin er staður sem alltaf er gaman að heimsækja, grípið með ykkur nesti og njótið náttúru og afþreyingar sem Garðalundur (Skógræktin) bíður uppá.
Ratleikur um Akranes - Hljómar vel ekki satt? Við hvetjum ykkur til að sækja þetta skemmtilega app. Leikurinn er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna að taka þátt, hjól eru tilvalinn ferðamáti en það má nýta það sem hentar hverjum og einum. Athugið að leikurinn var tekinn í gagnið 2020 og gætu einhver stopp hafa breyst örlítið.
Á Akranesi má finna fjölda útilistaverka. Hvetjum ykkur til þess að ganga um bæinn og skoða verkin.
Hjóla- og gönguleiðir á Akranesi má finna hér.
Eigið dásamlegar stundir saman í vetrarfríinu.