SEINKUN Á SORPHIRÐU
10.01.2025
Skipulögð tæming söfnunaríláta allra úrgangsflokka hjá heimilum sem Terra átti að ljúka 3. janúar hefur því miður ekki gengið eftir.
Tæmingu á söfnunarílátum fyrir lífrænan og blandaðan úrgang er núna lokið. Terra vinnur við tæmingu á söfnunarílátum fyrir pappa og plast úrgang og að því ljúki þriðjudaginn 14. janúar.
Íbúum er bent á að hægt er að losa flokkaðan plast og pappaúrgang í gáma á grenndarstöðvum. Terra mun tæma gámana daglega næstu 4 dagana svo það gangi vel fyrir sig.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Dagatal Terru yfir tæmingu íláta eftir úrgangsflokkum hjá heimilum á árinu. Sjá hér