Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

578. fundur 18. apríl 2000 kl. 08:00 - 10:15
578. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 18. apríl 2000 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir, formaður,
Tryggvi Bjarnason,
Oddný Valgeirsdóttir,
Pétur Svanbergsson,
Sæmundur Víglundsson

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og félagsráðgjafi, Sveinborg Kristjánsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritar Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð á Akranesi.
Æskulýðs- og félagsmálaráð óskar eftir staðfestingu bæjarráðs á endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð.

2. Liðveisla.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

4. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

5. Bréf bæjarráðs dags. 6. apríl 2000 varðandi félagslegar leiguíbúðir. Samþykkt var að vísa erindinu til undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.
Bréfið kynnt.

6. Bréf bæjarráðs dags. 6. apríl 2000 varðandi verkefnið ?Sátt við samfélag og skóla?. Bæjarráð samþykkti erindið, fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhágsáætlunar.
Bréfið kynnt.

7. Bréf bæjarráðs til Einars Skúlasonar rekstrarstjóra Arnardals dags. 13. apríl 2000 varðandi staðfestingar á launum unglinga við Vinnuskóla Akraness fyrir sumarið 2000.
Bréfið kynnt.

8. Bréf bæjarráðs til félagsmálastjóra dags. 13. apríl 2000 þar sem fram kemur að samþykktur hefur verið samningur Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness vegna leikjanámskeiða árin 2000-2002.
Erindið kynnt.

9. Bréf frá Vinnueftirliti Reykjavíkur dags. 12. apríl 2000 til allra sveitarfélaga. Meðfylgjandi var reglugerð um vinnu barna og unglinga.
Erindið kynnt.

10. Æskulýðs- og félagsmálaráð fór yfir í Arnardal kl. 9:15.
Rætt um æskulýðsmál. Einar Skúlason lagði fram lista yfir umsóknir um sumarstörf hjá Akraneskaupstað.
Tillögur Einars varðandi sumarráðningar voru samþykktar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:15.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00