Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

80. fundur 31. október 2000 kl. 18:00 - 18:35
80. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjud. 31. október 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
Þórður Þ. Þórðarson,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Framtíðarsýn Akraneskaupstaðar.
Á fundinn mætti til viðræðna Björn S. Lárusson.
Rætt var um fyrirliggjandi drög að texta framtíðarsýnar sem liggur nú fyrir af hálfu Iðntæknistofnunar.
Ákveðið að fela Birni að ganga frá endanlegum texta sem lagður verði fyrir nefndina á næsta fundi.

2. Tilboð í upplýsingagjöf til ferðamanna.
Atvinnumálanefnd hafa borist tvö tilboð, þ.e. frá Byggðasafninu Görðum og Steinaríki Íslands.
Atvinnumálanefnd samþykkir að hafna framkomnum tilboðum, og felur bæjarritara að auglýsa að nýju eftir tilboðum.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:35.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00