Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

76. fundur 20. september 2000 kl. 18:00 - 19:15
76. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 20. sept. 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson,

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1) Bréf bæjarstjóra, dags. 18. sept. 2000, varðandi starf markaðs- og atvinnufulltrúa.
Í bréfi bæjarstjóra er gerð tillaga um að upplýsingagjöf til ferðamanna verði boðin út til eins árs og að starf markaðs- og atvinnufulltrúa verði auglýst laust til umsóknar með breyttri starfslýsingu.
Atvinnumálanefnd samþykkir tillöguna varðandi upplýsingagjöfina og að auglýst verði starf markaðsfulltrúa laust til umsóknar, til þriggja ára.

2) Minnisblað frá fundi bæjarstjóra og formanns atvinnumálanefndar með fulltrúum kaupmanna á Akranesi þann 14. sept. 2000.
Atvinnumálanefnd telur afar mikilvægt að auka samstarf verslunar- og þjónustuaðila á Akranesi og hvetur til að skoðaðar verði leiðir til þess að svo geti orðið, t.d. með samstarfi um kynningu verslunar og þjónustu.

3) Önnur mál.
Ýmis mál rædd.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00